Ísbúðin Akureyri opnaði þann 17. maí, árið 2013.
Eigendur eru Eyþór Ævar Jónsson og Gréta Björk Eyþórsdóttir.
Við vorum búin að ganga með það lengi í maganum að opna litla sæta ísbúð, en leit að hentugu húsnæði gekk hins vegar erfiðlega. Í febrúar 2013 bauðst okkur núverandi húsnæði í Geislagötu 10 sem var reyndar töluvert mikið stærra en við ætluðum okkur og var því alltaf fyrirséð að við gætum boðið uppá eitthvað meira en ís. Við hófum framkvæmdir í mars sama ár og með hjálp barna, fjölskyldu og góðra iðnaðarmanna þá tókst okkur á skömmum tíma að koma upp þessari glæsilegu ísbúð.
Í upphafi buðum við líka upp á kaffi og tertur en fljótlega tókum við út terturnar og fórum að útbúa samlokur og ferska djúsa, þar sem mikil eftirspurn var eftir slíku. Í dag er ísbúðin okkar í Geislagötu hvorutveggja ísbúð og booztbar, þar sem við höfum bætt við boozt skálum,- og drykkjum við samlokurnar og djúsana.
Viku eftir opnun Ísbúðarinnar í Geislagötu festum við kaup á Ísbúðinni á Glerártorgi sem við breyttum í stíl við búðina í Geislagötunni og eigum við því í dag og rekum tvær búðir. Á Glerártorgi bjóðum við líka upp á, ásamt ísnum, samlokur, djúsa, boozt skálar,- og drykki, pylsur og gos.
Við fjölskyldan höfum verið mjög samhent og börnin hafa tekið fullan þátt í þessum rekstri og vinna mikið með okkur.
Eyþór og Gréta